Skilmáli þessi gildir um sölu á vöru og þjónustu Tannhjól-Mánafoss til neytanda. Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingum á kaupum, er grunnurinn að viðskiptum. Um neytendakaup þessi er fjallað í lögum um neytendakaup, lögum að samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Seljandi er Tannhjól-Mánafoss ehf, kennitala: 680372-0129, virðisaukaskattnúmer 11547. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 18 ára til að versla á www.manafoss.is

Pöntun er bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun. Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur er um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup, sjá nánar í grein 11.

Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, en einungis ef kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér pöntunarstaðfestingu vel þegar hún berst. Einnig ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun.
Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvenær von er á vörunni á næstunni. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu að bíða eftir næstu sendingu eða aflýsa pöntun í heild sinni.

Uppgefið söluverð er verð með vsk.

Verð eru stöðugt að breytast hjá seljanda vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Þar er tekinn fram allur kostnaður við pöntun s.s. þjónustu, sendingu o.s.frv. Aðeins sérpantanir geta haft með sér aukakostnað eftir pöntunarstaðfestingu, t.d vegna gengisbreytinga.

Sendingar innan höfuðborgarsvæðisins eru sendar með okkur. Sendingar utan höfuðborgarsvæðisins eru sendar með Póstinum.
Einnig gefst kaupanda kostur á að sækja vöruna á skrifstofu Tannhjól-Mánafoss ehf, Bæjarlind 12, 201 Kópavogi ef þess er óskað.

Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila eru á þeirra ábyrgð og að fullu bætt gagnvart viðskiptavini. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á ábyrgð kaupanda. Ef að afhending vöru í heimaakstri reynist árangurslaus er hægt að óska eftir nýjum afhendingartíma. Ef að afhending reynist árangurslaus í annað skiptið er vara tekin í geymslu þar til hún er sótt. Geymslutími miðast við 2 vikur og eftir það áskilur seljandi sér rétt til að rifta kaupum.

Skilafrestur er 15 dagar frá afhendingu. Vara skal vera í upprunalegum umbúðum og í upprunalegu ástandi. Vörur eru merktar með innsigli, sé það rofið er ekki hægt að skila vörunni. Bæði er hægt að senda vöru tilbaka með pósti eða skila á skrifstofur í Bæjarlind 12. Sé vöru skilað er hægt að óska eftir endurgreiðslu eða inneign. Við leggjum mikið upp úr góðri þjónustu og jákvæðri upplifun í okkar viðskiptum og tökum við ábendingum og kvörtunum alvarlega. Þær skuli sendar á manafoss@manafoss.is og við svörum eins fljótt og hægt er.

Tannhjól-Mánafoss ehf áskilur sér rétt á að breyta vöruverðum eða úrvali án sérstaks fyrirvara.

Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestinguna, hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að allar vörur séu samkvæmt vörulýsingu og ógallaðar. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar og/eða handbók sem fylgja keyptri vöru við afhendingu. Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 30 daga. Eftir 30 daga áskilur seljandi sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda innan eðlilegra tímamarka áður en leyst er úr umkvörtunarefni kaupanda. Í flestum tilfellum felur það í sér athugun hjá viðurkenndum þjónustuaðila.

Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Mælt er með að tilkynningin berist innan 30 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að kaupandi sendi tölvupóst um gallann og geymi afrit. Seljandi sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins.

Rísi mál vegna viðskipta í gegnum vefverslunina skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Um viðskipti í gegnum vefverslunina gilda íslensk lög.